Kirkjan mætir kvíða


Kirkjan mætir kvíða - bænaslökun í Akureyrarkirkju kl. 20.00 næstu fjögur mánudagskvöld, 23. og 30. október og 6. og 13. nóvember.

Stundin er 45 mínútur. Sr. Hildur Eir Bolladóttir talar um trú sem bjargráð við kvíða og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari leiðir Gongslökun. Viðstaddir velja um að sitja á kirkjubekkjum eða liggja á gólfi en þá er gott að taka með sér dýnu að heiman. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.