06.03.2008
Laugardaginn 8. mars fer fram málþing í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst það kl. 13.30, yfirskrift þess er " Kirkja og
skóli".
Framsögumenn eru Karl Frímannsson, skólastjóri, Kristín Dýrfjörð, lektor, dr. Svanur Kristjánsson, prófessor og sr.
Þórhallur Heimisson prestur. Þau Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal
sjá um tónlist milli atriða og boðið verður upp á kaffiveitingar.