Karlakór frá Þórshöfn í Færeyjum

Karlakór frá kristilega söfnuðinum Ebenezer frá Þórshöfn í Færeyjum á tónleikaferð á Íslandi.
Þau sem áhuga hafa á kristilegri tónlist geta glaðst, því að á þriðjudagskvöldið, 11. september kl 20.00, heldur kórinn tónleika í Akureyrarkirkju og á miðvikudaginn, 12. september kl 16.00, er tækifæri til að hlusta á þá í Eskifjarðarkirkju. Þá mun átta manna sönghópur flytja nokkur lög, ásamt einsöngvurum.