Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju

Kór Akureyrarkirkju heldur sína árlegu og glæsilegu kaffitónleika, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju að messu lokinni, næstkomandi sunnudaginn, 8. mars.
Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Á tónleikunum koma fram auk kórsins, einsöngvarar og dúett.
Stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson, organisti.

Miðaverð er kr. 1.500,- og frítt fyrir börn. (Því miður getum við ekki tekið við greiðslukortum).