Kaffihúsakvöld hjá ÆFAK 19.febrúar

Unglingarnir í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju ætla að halda skemmtikvöld miðvikudagskvöldið 19. febrúar kl. 20:00-21:30. Boðið verður upp á kaffihlaðborð og söngatriði. Framm koma María Björk Jónsdóttir og Valur Freyr Sveinsson, en þau munu syngja og spila á gítar 4 lög.  Einnig mun tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson syngja nokkur lög fyrir gesti. 

Aðgangseyrir er 1000 kr. og allir velkomnir til okkar að eiga góða stund. (athugið að enginn posi er á svæðinu). 

Innkoman verður notuð til að greiða upp í ferðalag Æskulýðsfélagsins til Reyðarfjarðar, en þar verður haldið mót fyrir unglinga á norður og austurlandi í marsmánuði.