Jónasarlögin - fjölskyldutónleikar í Akureyrarkirkju laugardaginn 7. maí kl. 16.00

Kór Akureyrarkirkju ásamt barnakór og kammersveit flytja Jónasarlögin. Úrval Jónasarlaga eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Lögin eru meðal fegurstu verka Atla Heimis og voru samin með yngstu kynslóðina í huga. Á tónleikunum verða frumfluttar nýjar kórútsetningar Þorvaldar Arnar Davíðssonar á lögum Atla Heimis. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson. Ókeypis er á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum, sem fara til uppbyggingar kirkjunnar í Grímsey.