Syngjum jólin inn

Hinir árlegu jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 12. desember kl. 17.00 og 20.00.
Á efnisskránni eru falleg og hátíðleg jólalög úr ýmsum áttum, bæði gömul og ný. Einnig gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður mikill almennur safnaðarsöngur. Einsöngvari er Kolbrún Inga Jónsdóttir og Arnbjörg Sigurðardóttir leikur á flautu. Stjórnendur og organistar eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Jólasöngvarnir hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og eru kirkjugestir hvattir til að mæta tímanlega.

Aðgangur er ókeypir og allir hjartanlega velkomnir.