Jólaundirbúningur í barnastarfi kirkjunnar 2023

Það er ýmislegt brallað fyrir jólin í barnastarfinu hjá okkur í Akureyrarkirkju. Við hlustum á jólasögur, jólatónlist, málum piparkökur og höldum bingó. Allskonar skemmtilegt. Svo munum við stundum að taka myndir af þessu, ekki alltaf samt. 

Framundan er svo Aðventuhátíð barnanna og þá verður enn meiri gleði, svo við tölum nú ekki um Helgileikinn og jólaballið 26.des kl. 11.00. Þangað verða allir krakkar að komast. 

Í janúar hefst svo allt fjörið aftur og verður það auglýst þegar nær dregur. Við erum svo sannarlega þakklát fyrir börnin öll sem koma alla miðvikudaga og fimmtudaga. 

Hér er tengill á myndasíðu úr jólaönnunum okkar.