Jólatónleikar Hymnodiu og félaga

Mögnuð stemmning hefur einkennt jólatónleika kammerkóranna tveggja síðustu ár en tónleikarnir fara fram laugardaginn 22. desember kl. 20.00. Tónleikarnir eru byggðir þannig upp að kirkjan ómar öll úr öllum áttum. Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari, Hjörleifur Örn Jónsson, slagverksleikari og Eyþór Ingi Jónsson, harmóníumleikari spila á milli kórlaga og búa flytjendur til eina samfellu án þagnar, sem verður sífellt áhrifameiri. Á efnisskránni eru vel þekkt jólalög í bland við nýja jólatónlist. Kórarnir munu m.a. flytja 4 jólalög eftir Daníel Þorsteinsson, og tvö jólalög eftir Michael Jón Clarke. Í janúar mun þessi efnisskrá verða tekin upp og kemur út á jólaplötu Hymnodiu fyrir jólin 2013.
Aðgangseyrir er kr. 2000, kr.1500 fyrir félaga í Listvinafélagi Akureyrarkirkju.