Jólasunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu

Sunnudaginn 3.des kl. 11.00 er jólasunnudagaskóli hjá okkur. Við hlustum og horfum á jólasöguna um Jesúbarnið sem verður sýnd með biblíubrúðunum. Rebbi og Mýsla eru farin að tala um jólin og svo skellum við á einu stuttu jólaballi og dönsum kringum tréð. Þeir sem vilja mega gjarnan mæta í rauðum fötum, eða einhverju rauðu. 

Þetta er síðasti hefðbundni sunnudagaskólinn fyrir jól, því helgina á eftir er aðventuhátíð barnanna uppi í kirkju.

Sjáumst í jólaskapi.