Jólasunnudagaskóli 15. desember kl. 11:00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Næstkomandi sunnudag verður síðasti sunnudagaskóli ársins 2019. Hann verður að sjálfsögðu tileinkaður jólahátíðinni. Jólalög verða sungin, brúðurnar Rebbi og Gabríel engill mun sýna leikrit. Biblíubrúður verða notaðar til að sýna jólasöguna. Í lok stundar verður boðið upp á kaffi og djús.  Börnin mega lita jólamyndir og svo fá þau að venju límmiða til að taka með heim, en einnig kort af jólasögunni. 

Næsti sunnudagaskóli verður svo 12.janúar og hlökkum við til að sjá ykkur hress og spræk á nýju ári.

Eigið góða aðventu og gleðileg jól!