Jólastund á foreldrarmorgni 16. des 2021

Alla fimmtudagsmorgna höfum við hist í Glerárkirkju og átt góðar stundir saman. Annað slagið er einhver viðburður eða fræðsla. Í dag fengum við tvo góða tónlistarmenn, organista úr báðum kirkjum, sem spiluðu fyrir okkur falleg jólalög. Þetta voru þeir Valmar og Eyþór Ingi. Ljúfir tónar glöddu lítil sem eldri hjörtu. Í lokin voru börnin svo leyst út með smápökkum. Veitingarnar voru svo ekki af síðri endanum, risa-marengskaka, heitur réttur og smákökur og konfekt!  Það eru jú einu sinni að koma jól.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest þegar við byrjum aftur á nýju ári. Fyrsti morguninn verður 13.janúar og höldum við svo ótrauð áfram framm á vorið. Foreldrarmorgnarnir halda úti sinni eigin facebooksíðu, sem ber heitir:  foreldramorgnar sameinaðir. Glerárkirkja, Akureyrarkirkja. Þar setjum við inn allar upplýsingar um það hvað er í gangi hjá okkur í hverri viku og stundum þarf að skrá sig í stundina vegna fjöldatakmarkana. Við hvetjum alla (foreldrar með ung börn) til að "læka" þessa síðu svo ekkert fari framm hjá ykkur.

hér má sjá fleiri myndir úr stundinni. 

Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

bestu kveðjur Sonja, æskulýðsfulltrúi Akureyarkirkju og Eydís Ösp, verkefnastjóri fjölskyldusviðs Glerárkirkju.