Jólasöngvar Kór Akureyrarkirkju


Kór Akureyrarkirkju flytur að venju sína jólasöngva á þriðja sunnudag í aðventu, 15. desember nk. Efnisskráin verður flutt tvisvar, kl. 17.00 & 20.00. Að venju er efnisskráin aðgengileg og hátíðleg. Tónleikagestum býðst svo að syngja með í nokkrum jólalögum. Haraldur Hauksson syngur einsöng, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgel og Eyþór Ingi Jónsson stjórnar. Aðgangur er ókeypis.