Jólahittingur leiðtoga í barnastarfi

Við erum afskaplega lánsöm hér í Akureyrarkirkju að hafa góðan hóp leiðtoga sem aðstoða í barnastarfi. Mörg þeirra eru búin að vera lengi með okkur og þekkja vel inná alla starfsemina og eru mikil hjálp. Eins koma þau með hugmyndir og taka við stjórninni af og til, enda með mikla reynslu. Það er ómetanlegt að eiga þennan góða hóp að og erum við mjög þakklát fyrir þau öll. Við erum nú komin í jólafrí frá barnastarfi en byrjum aftur stuðið þann 17.janúar. Við héldum jólahittingskvöld og buðum upp á kökur og heitt súkkulaði. Við fórum í nokkra leiki og spjölluðum saman. Afskaplega notalegt. 

Gleðileg jól