Jólaföndur og stúss í barna- og unglingastarfi kirkjunnar!

Hóparnir þrír; Kirkjukrakkar, TTT og ÆFAK fengu öll sína jólatíma í desember. Mismikið var þó myndað ;)  piparkökur voru málaðar, jólaföndur gert, horft á jólabíó og bakaðar vöfflur. Jólasögur voru leiknar og lesnar og svona eitt og annað gert. Öll börnin fengu svo jólakort að gjöf frá kirkjunni. Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa krakka allar og þessar stundir á miðvikudögum eru okkur mjög dýrmætar. Við óskum þess að þau og þeirra fjölskyldur eigi gleðiríka jólahátíð.  Hittumst hress og kát á nýju ári þegar starfið byrjar aftur. 

Hér má sjá nýtt myndaalbúm frá öllum hópum.