Jólaboð til þín - Tónleikar í AkureyrarkirkjuMiðvikudagskvöldið 6. desember kl. 20.00 verða haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni Jólaboð til þín
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Tekið verður við frjálsum framlögum og einnig verða til sölu geisladiskar á staðnum og mun allur ágóði renna óskiptur í Líknarsjóðinn Ljósberann, en sá sjóður aðstoðar bágstaddar fjölskyldur fyrir jólin. 
Athugið að ekki er posi á staðnum.

Fram koma: Rúnar Eff, Magni Ásgeirsson, Ívar Helgason, Jónína Björt Gunnarsdóttir og Helga Hrönn Óladóttir. Hljómsveitina skipa: Hallgrímur Jónas Ómarsson, Valgarður Óli Ómarsson, Stefán Gunnarsson og Ármann Einarsson. Sr. Hildur Eir Bolladóttir kynnir og flytur okkur fallegan jólaboðskap.
Skipuleggjandi tónleikana er tónlistarmaðurinn Rúnar Eff Rúnarsson.