Jólaaðstoð 2022

Eins og undanfarin ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Er þetta samstarf ekki lengur einungis um jólin heldur allt árið um kring. Með tilkomu nýrrar heimasíðu fyrir Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis þá verður hægt að sækja um jólaaðstoð rafrænt.
Til að komast á síðuna er hægt að ýta hér.
 

Fólk sem ekki hefur aðgang að tölvu eða getur af öðrum orsökum ekki sótt um rafrænt getur einnig hringt í 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 frá 28. nóvember til og með 2. desember.