Jólaaðstoð 2019

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Til að sækja um er hringt í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 25. nóvember til 29. nóvember og bókað viðtal þar sem fyllt er út umsókn. Koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli. Úthlutun fer fram dagana 10. og 11. desember milli kl. 13.00-16.00 í sal Lionsfélgasins í Skipagötu 14. 3. hæð.