Inngangur föstunnar

Næsti sunnudagur markar svokallaðan inngang föstunnar í kirkjuárinu. Í framhaldinu hefst hin eiginlega fasta, sjöviknafasta eða langafasta, nánar tiltekið með öskudegi. Frá þeim degi eru fjörtíu dagar til páska. Fastan er tími íhugunar og sjálfsprófunar. Tíð ætluð til að dýpka og þroska trúarlífið. Um aldir hafa Íslendingar notið leiðsagnar Passíusálma sr. Hallgríms á föstutímanum. Fjólublár er litur föstunnar sem er litur iðrunar og yfirbótar. Í guðsþjónustum föstunnar er dýrðarsöngur ekki sungin en hann hljómar síðan á ný í birtu páskanna á páskadagsmorgunn.