Hymnodia í hátíðarskapi

Kammerkórinn Hymnodia heldur jólatónleika í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 4. desember kl. 20.00.
Kórinn flytur skemmtilega jólatónlist sem allir þekkja. Einsöngvarar koma úr kórnum og munu þeir Hjörleifur Örn Jónsson, slagverksleikari og Eyþór Ingi Jónsson, sem spilar á orgel og sembal, leika með kórnum. Aðgangseyrir er kr. 1.500,-