Hvítasunna

Nú um hvítasunnuhelgina verða síðustu fermingarathafnir ársins í Akureyrarkirkju.  Sú fyrri verður á laugardeginum 26. maí kl. 10:30 og hin síðari á hvítasunnudag á sama tíma.  Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur við báðar athafnirnar.  Organistar: Arnór B. Vilbergsson og Eyþór Ingi Jónsson.  Prestar:  Sr. Svavar A. Jónsson, sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Á hvítasunnudag verður einnig hátíðarguðsþjónusta kl. 14.  Kór Akureyrarkirkju syngur.  Organisti:  Arnór B. Vilbergsson.  Prestur:  Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Sjáumst í kirkjunni - gleðilega hvítasunnu!