Hópar frá Akureyrarkirkju til Þýskalands

Dagana 22. 6. - 3. 7. næstkomandi dvelur rúmlega fimmtíu manna hópur frá Akureyrarkirkju hjá vinasöfnuði kirkjunnar í Stiepel-sókn í borginni Bochum í Þýskalandi. Um er að ræða ungmenni úr Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju og Unglingakórinn ásamt fylgifiskum.Dagana 22. 6. - 3. 7. næstkomandi dvelur rúmlega fimmtíu manna hópur frá Akureyrarkirkju hjá vinasöfnuði kirkjunnar í Stiepel-sókn í borginni Bochum í Þýskalandi. Um er að ræða ungmenni úr Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju og Unglingakórinn ásamt fylgifiskum.<br><br>Æskuklýðsfélagarnir taka þátt í verkefni í ungmennasamskiptum sem styrkt er af Evrópusambandinu. Þeir munu kynna sér menningu og lífshætti ungs fólks á svæðinu. Unglingakórinn kemur fram við ýmis tækifæri auk þess að halda tónleika í Kristskirkju í Gelsenkirchen. Reynt verður að flytja reglulegar fréttir af ferðinni hér á heimasíðunni.