Hjónanámskeið í Akureyrarkirkju

Fimmtudaginn 2. maí kl.20.30 verður síðasta hjónanámskeið vetrarins í Safnaðarheimili AkureyrarkirkjuFimmtudaginn 2. maí kl.20.30 verður síðasta hjónanámskeið vetrarins í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju<br><br>Gerum gott hjónaband betra! Undir þessu slagorði hafa um nokkurra ára skeið verið haldin hjónanámskeið á vegum kirkjunnar sem notið hafa mikilla vinsælda. Þetta eru stutt námskeið, aðeins ein kvöldstund, og það eru prestar kirkjunnar, þau sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson sem sjá um að fræða þar og leiða. Þótt námskeiðið sé með léttu ívafi er alvara undir og er þarna er fjallað um ýmsa þætti sambúðar og samlífs í formi fræðslu og laufléttra æfinga. <br>Í framhaldi af hjónanámskeiðunum stendur til að efna til hjónakvölds í Safnaðarheimilinu seint í mánuðinum. Slíkt hjónakvöld <br>var haldið í kirkjunni fyrir <br>nokkru og tókst þá mjög vel til. <br> <br>