hjálpsemidagar, námskeið 2 búið!

Það sem við erum heppin að fá til liðs við okkur svona frábæra krakka á sumarnámskeiðið HJÁLPSEMIDAGA.  Ekki skemmdi veðrið heldur fyrir, sól eftir sól, eftir sól! Verkefni námskeiðisins sneru öll að hjálpsemi og sýna hana í verki og orðum. Farið var á andapollinn, rusl hreinsað við kirkjutröppurnar allar, arfi reittur úr lystigarðinum, leikið við börn á leikskólanum Iðavelli. Einnig var farið í ýmsa leiki, spilað bingó og hlustað á sögur og spjallað. Pylsupartý í lokin og kveðjustund. Allt voða gaman, enda frábærir og hjálpsamir krakkar sem tóku þátt. 

Við þökkum kærlega fyrir góða samveru þessa þrjá morgna og vonumst til að sjá krakkana aftur í barna og unglingastarfinu næsta vetur.

sumarkveðjur,  Sonja og Anton Bjarni. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá námskeiðinu, með góðu leyfi foreldranna.