Hjálpsemidagar, námskeið 1

Fyrra námskeiði okkar af HJÁLPSEMIDÖGUM er lokið. Þrír frábærir morgnar með hressum og kátum krökkum úr 4.-6. bekk.  

Verkefnin voru fjölbreytt og sneru öll að hjálpsemi.  Farið var í tvö fyrirtæki þar sem börnin sýndu hjálpsemi; Rauða krossinn og KA heimilið. Það skiptir miklu máli að láta gott af sér leiða og hjálpsemi er afskaplega góð dygð. Ein helsta biblíusagan sem fjallar um hjálpsemi var að sjálfsögðu lesin; Miskunnsami Samverjinn. Farið var í leiki, nestisferð í lystigarðinn, öndum gefið brauð og margt margt fleira. Endað var á að gleðja börnin með bingói.

Sjá má myndir frá starfinu undir linknum myndir hér að ofan! 

Takk fyrir samveruna kátu krakkar og verið velkomin í barnastarf kirkjunnar í haust.