Hér stend ég


Stoppleikhópurinn sýnir leikrit um Lúther í Akureyrarkirkju sunnudaginn 12. nóvember kl. 11.00.

Handrit og leikgerð er í umsjá Valgeirs Skagfjörð og Stoppleikhópsins. Leikritið er sett upp sem farandsýning. Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum. Valgeir Skagfjörð leikstýrir verkinu og munu ásamt honum þau Eggert A. Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir fara með hlutverk í sýningunni.

Í verkinu skyggnist höfundur inn í æsku og uppvöxt Lúthers og reynir að varpa ljósi á það hvernig hann óx frá því að alast upp á fábrotnu alþýðuheimili upp í það að taka doktorspróf í guðfræði og setja fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti gjörsamlega óhugsandi. Þeir atburðir sem fylgdu í kjölfar þess að hann setti fram nýja sýn á kristna trú og inntak hennar urðu til þess að breyta viðhorfum alþýðufólks vítt og breytt um Evrópu og kristnum gildum til langframa.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.