Helgistund og kvöldmessa með afrískri tónlist

Sunnudaginn 15. október verður helgistund í Kapellunni kl. 11.  Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar og Jón Ásgeir Sigurvinsson, guðfræðingur, prédikar. Organisti er Arnór B. Vilbergsson. Mikill söngur.  Sunnudagaskóli á sama tíma.  Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu.  Verð kr. 300.  Kvöldmessa verður svo kl. 20:30.  Afrísk tónlist sem Stúlknakórinn leiðir.  Prófastur Eyfirðinga setur sr. Guðrúnu Eggertsdóttur í embætti sjúkrahúsprests við FSA.  Kaffiveitingar í Safnaðarheimili á eftir. Allir velkomnir.