Helgihald í Akureyrarkirkju um jólin

Á aðfangadag klukkan 18 verður aftansöngur í Akureyrarkirkju. Prestur er séra Arna Ýrr Sigurðardóttir. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur á orgel kirkjunnar frá kl. 17.30. Síðan er miðnæturmessa klukkan 23.30 þar sem Kammerkór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Prestur er séra Svavar A. Jónsson. Tomasz og Pavel Kolosowski leika á fiðlu. Hátíðarmessa er í kirkjunni kl. 14 á jóladag þar sem Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng. Prestur er séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og organisti Björn Steinar Sólbergsson.Á aðfangadag klukkan 18 verður aftansöngur í Akureyrarkirkju. Prestur er séra Arna Ýrr Sigurðardóttir. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur á orgel kirkjunnar frá kl. 17.30. Síðan er miðnæturmessa klukkan 23.30 þar sem Kammerkór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Prestur er séra Svavar A. Jónsson. Tomasz og Pavel Kolosowski leika á fiðlu. Hátíðarmessa er í kirkjunni kl. 14 á jóladag þar sem Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng. Prestur er séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og organisti Björn Steinar Sólbergsson.<br><br>Sama dag verður messað á Seli kl. 14.30, prestur sr. Svavar A. Jónsson, og séra Gylfi Jónsson messar á Hlíð kl. 16. Þar syngur Kór eldri borgara undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Annan dag jóla verður fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju klukkan 11. Barnakór og Stúlknakór kirkjunnar syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og dansað verður í kringum jólatréð að messu lokinni. Prestur er sr. Svavar A. Jónsson. Klukkan 14 þennan dag er svo helgistund í Kjarnalundi í umsjá sr. Örnu. Sunnudaginn 28. desember verður hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni kl. 17. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og á orgelið leikur Björn Steinar Sólbergsson. Dagskrá áramótanna verður kynnt hér síðar.