Hádegistónleikar og fyrirlestur

Laugardaginn 4. febrúar kl. 12 heldur Eyþór Ingi Jónsson organisti hádegistónleika í Akureyrarkirkju. Á efnisskrá tónleikanna verður verkið Es ist das Heil uns kommen her eftir Matthias Weckmann. Að auki heldur Eyþór Ingi fyrirlestur um verkið og táknmál þess kl. 11. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir.