Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju


Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. október kl. 12.00-12.30.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur orgelverk eftir þrjár konur. ,,Vaknið" heitir sálmforleikur hinnar áströlsku Rosalie Bonighton. ,,Þrír dansar" eru eftir Lise Dynnesen frá Danmörku og Bára Grímsdóttir semur verk um engla.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en eftir tónleikana er í boði súpa í Safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi.

Akureyrarstofa og Tónlistarsjóður styrkja tónleikana.