Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju

Síðustu hádegistónleikarnir þetta sumarið verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 12.15, þar munu þau Hildur Tryggvadóttir, sópran, og Eyþór Ingi Jónsson, organisti, koma fram.
Á efnisskránni verða bæði þekkt og minna þekkt íslensk sönglög.
Tónleikarnir standa yfir í hálfa klukkustund og er aðgangseyrir kr. 1000,-
(því miður er ekki hægt að greiða með korti).