Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju

Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. júlí.
Að þessu sinni mun Þorgeirsgengið flytja tónlist. Á efnisskránni verða íslensk lög og vísur í þjóðlegum og frumlegum útsetningum. Gengið skipa Sigríður Hulda Arnardóttir, söngkona, Brynjólfur Brynjólfsson, gítarleikari, Kristín Þóra Haraldsdóttir, fiðluleikari og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgelleikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í hálfa klukkustund,
aðgangseyrir kr. 1.000,-