Hádegistónleikar á laugardag

Eyþór Ingi Jónsson organisti spilar á hádegistónleikum í kirkjunni, laugardaginn 6. nóvember kl. 12. Lesari er Arnbjörg Jónsdóttir. Á efnisskránni er Gloria úr orgelmessu eftir Francois Couperin og þrír dansar eftir ensk 16. aldar tónskáld. Kynning á verkunum verður 10 mínútum fyrir tónleika. Aðgangur er ókeypis