Hádegistónleikar

Hér er hægt að skoða myndir frá ákaflega vel heppnuðum hádegistónleikum sem fram fóru í dag, mánudaginn 4. maí, þar sem þeir Haukur Ágústsson, söngvari, og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, fluttu negrasálma. Fjölmennt var á tónleikunum og voru tónleikagestir á öllum aldri.
Athygli skal vakin á hádegistónleikunum sem fram fara á morgun, þriðjudaginn 5. maí kl. 12.10, í Akureyrarkirkju, þar koma fram þær Eydís Úlfarsdóttir, sópran, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, sópran og Guðný Erla Guðmundsdóttir, píanóleikari. Aðgangur er ókeypis.