Næstkomandi laugardag, 25. febrúar kl. 20.00, fer fram Hæfileikakeppni Norður- og Austurlands í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Keppnin
er opin ungu fólki á aldrinum 13-17 ára sem tekur þátt í kristilegu æskulýðsstarfi. Keppt verður í þremur flokkum,
söngur og tónlist, dans og líkamstjáning og í frjálsum flokki, það er til dæmis upplestur á eigin sögu, flutningur á eigin
kvæði, spuni og töfrabrögð. Dómnefndin velur svo bestu atriðinu úr hverjum flokki.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til leiðtoga í ykkar kirkjulega starfi eða á netfangið sunnadora@akirkja.is
Það kostar ekkert að taka þátt, nánari upplýsingar gefur Sunna Dóra, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju í síma
694-2805.