Guðsþjónusta og súpa á góðum kjörum!

Á sunnudaginn, 8. október nk., verður guðsþjónusta kl. 11 og Sunnudagaskóli á sama tíma í Kapellu.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr. Svavar A. Jónsson.  Súpa, brauð og kaffisopi í Safnaðarheimilinu á eftir.  Athugið breytta verðskrá:  Aðeins kr. 300 og frítt fyrir börn yngri en 12 ára.  Allir velkomnir.