Guðsþjónusta og barnastarf, sunnudaginn 19. október kl. 11.00

Hvar er fjársjóðurinn ?

Í barnastarfinu hafa börnin reglulega kíkt í fjársjóðskistu kirkjunnar og er þar ýmislegt að finna. Á ,,fjársjóðskorti” sem fannst um daginn var þetta vers: Hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.

Nú þegar skóinn kreppir er einmitt tækifæri til að huga að raunverulegum fjársjóðum okkar í lífinu. Á sunnudaginn munu börnin taka þátt í upphafi guðsþjónustunnar en leggja svo af stað í ,,fjársjóðsleit" ásamt leiðtogum og heldur sunnudagaskólinn áfram í Safnaðarheimilinu. Í guðsþjónustunni hugleiðir sr. Sólveig Halla ásamt söfnuðinum, hver sé okkar fjársjóður og hvernig getum við varðveitt og hlúið sem best að því sem er okkur dýrmætast. Njótum góðrar stundar saman, biðjum fyrir hvert öðru, fyrir heimabæ okkar og þjóðinni.
Sjáumst í kirkjunni.