Guðsþjónusta á Biblíudaginn

Sunnudaginn 19. febrúar, sem er Biblíudagurinn, verður guðsþjónusta kl. 11. Þetta er jafnframt Kirkjudagur hjá Kvenfélagi Akureyrarkirkju. Kolbrún Kristjánsdóttir og Inga Skarphéðinsdóttir lesa ritningarlestra. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.