Guðsþjónusta, sunnudagaskóli og kvöldmessa

Guðsþjónusta verður í kapellu Akureyrarkirkju sunnudaginn 18. mars klukkan 11. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur þjónar, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja og Oddfellow-félagar lesa ritningarlestra. Á eftir verður hægt að kaupa ljúffenga súpu og ilmandi brauð í Safnaðarheimilinu á 300 krónur. Sunnudagaskóli verður á sama tíma. Klukkan 20.30 er svo kvöldmessa þar sem séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir þjónar og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.