Guðsþjónusta og sunnudagaskóli á konudagurinn

Næsti sunnudagur 21. febrúar er sá fyrsti í föstunni og ennfremur konudagurinn. Þá verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Allir sálmar þar verða eftir konur. Sr. Guðrún Eggertsdóttir mun kynna Kyrrðarbænina (Centering Prayer) og leiða bænastund. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson og organisti Eyþór Ingi Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. 

"Þetta er eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og allir geta lært það og stundað. Tilgangur Kyrrðarbænarinnar er sá að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru og verkan Guðs innra með okkur í hinu daglega lífi okkar." (kyrrdarbaen.is)


Sunnudagaskólinn verður í Safnaðarheimilinu kl. 11.00. Biblíusagan, leikrit, söngur og leikur verður á sínum stað. Kaffi og djús eftir stundina. Sonja Kro og Sigga Hulda taka vel á móti ykkur!