Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju

Næstkomandi sunnudag 14. febrúar getum við loksins boðið ykkur til guðsþjónustu hér í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Öll fermingarbörn í Akureyrarsókn eru sérstaklega velkomin.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Eik Haraldsdóttir, Birkir Blær Óðinsson og Eyþór Ingi Jónsson sjá um tónlistina.

Grímuskylda er í kirkjunni, fyrir fullorðna.