Góðverkavika 11.-14.júní fyrir krakka í 5.-7.bekk

Sumarstarf fyrir TTT krakka hefst strax eftir hvítasunnu. Kallast námskeiðið Góðverkavika og er fjóra morgna frá 9:00-12:00.  Gerð verða hin ýmsu góðverk um bæinn. Farið verður á Öldrunarheimili Akureyrar þar sem viðburðastjórinn þar tekur á móti hópnum og skipuleggjur verkefni fyrir krakkana. Annan morgun verður farið í Lystigarðinn þar sem krakkarnir fá að hjálpa til við ýmislegt sem þarf að gera í stórum garði. Að auki verður farið í hópeflisleiki, ratleik og margt fleira. Sköpunargleði krakkanna fær að njóta sín og verður þetta bara gaman :) 

Um þetta námskeið sér Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi og Anna María Stefánsdóttir til aðstoðar.