Góðverkanámskeið nr. 2 lokið!

Við áttum virkilega góða þrjá morgna saman og voru gerð hin ýmsu góðverk um allan bæ! Krakkarnir voru alveg til fyrirmyndar og öllum til sóma. Farið var niður í bæ og gefin gleðikort, bakaðar voru möffins og færðar starfsfólki Menntaskólans, og leikið var við börnin á Lundarseli svo eitthvað sé nefnt. Einnig fórum við í allskonar leiki, spiluðum bingó, héldum kveðjuveislu og margt fleira! Svo þarf bara að muna að halda áfram að gera góðverkin og mun það eflaust ekki vera neitt mál hjá þessum góða hópi. Við stjórnendur þökkum krökkunum kærlega fyrir góða samveru.

Bestu kveðjur, Sonja og Anton Bjarni.  

Hér má sjá slatta af myndum af námskeiðinu.