Góðverkadagar - sumarnámskeið fyrir krakka í 5. - 7. bekk

Góðverkadagar eru sumarnámskeið fyrir krakka í 5. - 7. bekk (árganga 2011-2012-2013)

Boðið er upp á tvö námskeið: 

Fyrra námskeið er: 10.-12. júní kl. 9-12

Seinna námskeið er: 18.-20. júní kl. 9-12

 

Um ræðir tvö alveg eins námskeið þar sem leitast er við að gera ýmiskonar góðverk í nærumhverfinu okkar. Krakkarnir mæta í Safnaðarheimilið þar sem farið verður yfir dagskrána fyrir þessa þrjá morgna. Verkefni eins og leikskólaheimsókn, framhaldskólaheimsókn, allskonar leikir, kortagerð, bingó, bakstur ofl verður á dagskránni. Krakkarnir mega koma með nesti með sér (frjálst nesti) ef þau vilja. Nánari upplýsingar verða sendar á foreldra eftir skráningu og þegar nær dregur. Síðasti skráningardagur er 1.júní á netfangið sonja@akirkja.is þar sem einnig má fá nánari upplýsingar. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðin svo gott er að hafa samband sem fyrst. Mikilvægar upplýsingar sem þurfa að koma fram um börnin eru: fullt nafn, kennitala, heimilisfang, símar foreldra, netföng foreldra, hvort um ofnæmi sé að ræða, eitthvað annað sem þarf sérstaklega að taka fram, og hvort myndataka af barninu sé leyfð og þær myndir birtist á heimasíðu kirkjunnar. 

Síðast liðin sumur hafa þessi námskeið verið mjög vel sótt og þótt skemmtileg. 

Með umsjón fara Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi og Anton Bjarni Bjarkason.