Góðverkadagar - sumarnámskeið fyrir 5. - 7. bekk

Í júní verðum við með tvö námskeið fyrir krakka úr 5.  - 7. bekk. Fyrra námskeiðið verður dagana 7. - 9. júní frá kl. 9-12. Seinni námskeiðið verður svo viku síðar, eða 13. - 15. júní einnig á morgnana.  Námskeiðin verða eins og því ekki í boði að skrá sig á bæði. Verkefni námskeiðanna eru að gera GÓÐVERK á fjölbreyttan hátt. Við munum fara í leikskólann Hólmasól og gera góðverk, við munum fara á Dvalarheimilið Hlíð og gera góðverk og svo munum við fara í Sundlaug Akureyrar og gera góðverk. Eins munum við föndra kort og gefa niðrí bæ. Farið verður í ýmsa leiki, sögur lesnar og ýmislegt annað sem tími gefst til. Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og því er gott að skrá sig til þátttöku sem fyrst, því takmarkaður fjöldi er á þeim. Námskeiðin eru ókeypis.

Hlakka til að taka á móti kátum krökkum!  

Sonja, æskulýðsfulltrúi.