Góðverkadagar, námskeiði 2 LOKIÐ

Seinni hópurinn hefur nú klárað námskeið sitt Góðverkadagar. Hópurinn var algerlega til fyrirmyndar og tók virkan þátt í verkefnunum sem voru á dagskránni. Þau æfðu sig í að gera hin ýmsu góðverk og virtust njóta sín vel. Börnin í leikskólanum voru mjög hrifin og ánægð með þessa heimsókn og eldri borgarar á Hlíð voru þakklát fyrir heimsókn okkar. Það reyndi örlítið á hugrekki krakkanna í heimsókninni í Sundlaug Akureyrar þar sem farið var niður í kjallara og tæki og tól skoðuð þar. Mest þótti þeim spennandi að fara í sundlaugavarðarturninn og sjá myndavélar innan úr rennibrautunum og um allt! Virkilega spennandi og fræðandi heimsóknir sem við fórum í og þökkum við gestgjöfum vel fyrir.

Hér má sjá slatta af myndum frá þessum þremur morgnum okkar.

Eigið gott og gleðilegt sumar, og öll börnin eru svo innilega velkomin í vetrarstarfið okkar sem hefst í september.

Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi. 

slóð á myndasíðuna;  Góðverkadagar - námskeið 2 (13.-15. júní 2022)