Góðir gestir í Safnaðarheimili á sunnudag

Á sunnudag, allra heilagra messu, verður messa í Akureyrarkirkju þar sem sr. Óskar H. Óskarsson þjónar og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Eftir messu verða fræðslustund og léttar veitingar í Safnaðarheimili, þar sem Hirut Beyene og Kusse Koshoso frá Konsó í Eþíópíu ræða um kristniboð og hjálparstarf. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að koma.