Glerbrot sótti ÆFAK heim

Fjölmennt var á fundi Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju í gær þegar Glerbrot frá Glerárkirkju kom í heimsókn. Félögin eru að undirbúa sig fyrir ÆSKEY mót sem verður nú helgina í Hrísey. Var þessi samvera frábært ,,forskot á sæluna" ef svo má segja. Pétur Björgvin djákni...Fjölmennt var á fundi Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju þegar Glerbrot frá Glerárkirkju kom í heimsókn. En félögin ætla saman á mót nú um helgina. Var þetta frábært ,,forskot á sæluna" ef svo má segja. Pétur Björgvin djákni í Glerárkirkju hafði undirbúið dagskrá ásamt Þjóðverjunum Silvíu og Martin og Barböru, sjálfboðaliðum og gestum þar útfrá. Eftir bænastund í upphafi fundar var farið í ýmsa leiki og hópurinn hristur saman. Leikir eins og Barabara bjalla, Twister og Leiðin til Jerúsalem, slógu í gegn.
Mikil eftirvænting og spenna er hjá unglingunum og hlökkum við til að eiga skemmtilega helgi í Hrísey ásamt fleiri ungmennum. Meira um það síðar....