Glefsað á heimasíðu Akureyrarkirkju

Nýr valkostur á heimasíðu Akureyrarkirkju hefur verið tekinn í notkun og ber hann heitið ,,Glefsur" (sjá hér vinstra megin á síðunni). Þar má finna stutta pistla, brot úr prédikunum eða hugleiðingar um daginn og veginn. Höfundar eru starfsmenn Akureyrarkirkju. Nú þegar er hægt að líta á hvað sr. Óskar og sr. Svavar hafa glefsað nýlega. Vonast er til að þessi nýjung mælist vel fyrir hjá gestum síðunnar.