Gjöf frá Slysavarnadeildinni á Akureyri

Í morgun komu þessar konur úr Slysavarnadeildinni á Akureyri færandi hendi og færðu Akureyrarkirkju hjartastuðtæki að gjöf. Þær söfnuðu fyrir því með kertasölu á Akureyrarvöku í sumar. Við þökkum kærlega fyrir okkur. Þetta er mikilvægt öryggistæki sem getur skipt sköpum þótt við vonumst auðvitað til þess að þurfa ekki að nota það.